Fiðluhópar frá London - heimsóknir í apríl og október Ágætu fiðluforeldrar​!​ Það er okkur mikið gleðiefni að erlendir kennarar og nemendur vilja sæ

fretta bordi frumrit

Fiðluhópar frá London - heimsóknir í apríl og október

Ágætu fiðluforeldrar​!​

Það er okkur mikið gleðiefni að erlendir kennarar og nemendur vilja sækja okkur heim og halda með okkur tónleika.​ ​Nú hafa 2 hópar sýnt áhuga á að koma og annar hópurinn er að koma en hinn að hugsa sig um! Báðir kennararnir og nemendur búa og starfa í London.

Fyrri hópurinn kemur til landsins 10. apríl og sameiginlegir tónleikar með Allegro fiðlunemendum verða í Langholtskirkju þann 12. apríl. Vinsamlegast takið strax frá þann dag.
Hópurinn er nú þegar búinn að skipuleggja ferðina, þau munu búa á gistiheimili, fara síðan Gullfosshringinn, í Bláa Lónið, á söfn og fl. Það væri hins vegar gaman ef við gætum eitthvað gert fyrir þau eftir tónleika t.d. ​komið með einhverja smárétti, gos, snakk eða annað​ og boðið þeim upp á. ​Eru ekki allir til í þetta? ​ ​Verkefni sem verða leikin í Langholtskirkju eru t.d. Sverðdansinn eftir Katsjaturian, Millionaires Hoedown, Bach tvöfaldi, Seitz 1, Húmoreska, Veiðimannakór og fleiri lög í bók 1.

Seinni hópinn langar til að koma ​​ 24.-28. ​ ​október​ ​í haust ​og fékk ég fyrirspurn frá Claudio Forcada​,​ kennaranum ​þeirra ​í London, um hvort íslensku fjölskyldurnar væru til í hýsa þau í nokkra daga. Þau myndu bjarga sér sjálf með há​degis​-​ og kvöldmat þannig að þetta er bara spurning um gistingu og morgunmat.​ ​Hvort þau koma til okkar ræðst svolítið af því hvort þau geti fengið heimagistingu eður ei. Þess vegna ​ ​spyr ég ykkur ágætu foreldrar, væri þetta ekki skemmtilegt og spennandi? Eruð þið til í að hýsa 1-3 ?​ ​ Ég þyrfti að fá einhver viðbrögð mjög fljótt, helst fyrir mánudaginn, svo þau geti hafið skipulagningu og fjáröflun.

Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á í okkar skóla að auka gæðin, efla andann og vera bæði með lifandi og sýnilegt starf og vona ég svo sannarlega að þið metið þessa ágætu viðbót við skólastarfið.

Ėg hlakka til að fá viðbrögð frá ykkur sem fyrst!
​Sendið svarpóst á lilja@allegro.is
b.kv Lilja

Masterklass fyrir píanónemendur!

Föstudaginn 7. febrúar kl. 16.30-18.30 verður masterklass þar sem Birna Helgadóttir leiðbeinir nemendum úr píanóhóp 5. Þeir sem taka beinan þátt borga þátttökugjald kr, 3.000 sem er sama fyrirkomulag og var fyrir jól þegar masterklass var hjá eldri fiðlunemendum. Masterklassinn verður í Sal Allegro og er öllum opinn til áheyrnar! Fjölbreytt efniskrá

Birna Helgadóttir píanókennari útskrifaðist frá Tónlistarskólanum á Akureyri og hélt þaðan til Reykjavíkur þar sem hún útskrifaðist úr píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 2000 undir leiðsögn Halldórs Haraldssonar. Þaðan fór Birna í framhaldsnám við Síbelíusarakademíuna í Helsinki og lauk BA prófi árið 2002 og MA námi í píanóleik 2004 með hæstu einkunn undir leiðsögn Tuija Hakkila. Birna hefur einnig lært á eldri hljóðfæri, sembal og fortepiano, og tekið þátt í fjölda meistaranámskeiða, hjá til að mynda Alexei Lubimov, Konstantin Bogino, Katarina Nummi, Eero Heinonen, Vassily Lobanov og Malcolm Bilson. Birna hefur hlotið fjölda styrkja þ.á.m. úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson, Minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat og námsstyrki frá finnska ríkinu. Birna hefur kennt við Tónskólann Do Re Mi frá árinu 2005.

b.kv. Kristinn Örn

1px