Bíóferð Reykjavíkur og Kraga Húsfyllir var í Bíó Paradís þegar 1. og 2. deild buðu á kvikmyndina Jagten og umræður á eftir. Við vonum að umræðurnar h

FSL Haus

Bíóferð Reykjavíkur og Kraga

Húsfyllir var í Bíó Paradís þegar 1. og 2. deild buðu á kvikmyndina Jagten og umræður á eftir. Við vonum að umræðurnar hafi dregið úr þeim ótta sem raunverulega ríkir um það að verða ásakaður um kynferðisleg brot gegn börnum. Við viljum að allt sé gert til þess að öryggi og traust ríki í leikskólum og fagmennskan sé ávallt í fyrirrúmi.

Fundir og heimsóknir.

Fundarherferð KÍ um landið er lokið. FSL félagar mættu þokkalega og hlýddu á formann og varaformann KÍ Upptaka af fundinumog Jóhann Inga sálfræðing.
Formaður FSL hefur heimsótt Norðurland eystra og Norðurland vestra að beiðni félagsmanna þar. Í undirbúningi er fundur í Kraganum og verður hann 11. apríl í Stekkjarási. Nánar auglýstur síðar.Formaður og ritari fóru einnig á fund aðstoðarleikskólastjóra í Kópavogi og ræddu kjaramál og félagsmál.

Færeyjar

Formanni FSL var falið það ánægjulega verkefni fyrir KÍ að halda tölu á aðalfundi Pedagogfélagsins í Færeyjum. Allir sem starfa á stofnunum fyrir börn (ekki grunnskólum) eru í félaginu og eru meðlimir 2000. Veðrið dró úr þátttöku á aðalfundi en þó mættu yfir 200 manns. Færeyingar glíma við vandamál tengd fólksflótta en það er samstaða og kraftur í pedagogum. 260 færeyingar eru við nám í námsfræðum (sem er samheiti yfir þroskaþjálfa, pedagoga og tómstundafræðinga) þrátt fyrir lág laun.
Hér er ályktun fundarins:
Aðalfundur pedagogfélags Færeyja

Nefndarálit um tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020[](

http://www.althingi.is/altext/141/s/1296.html)

Eitt af markmiðum tillögunnar er góð tannheilsa landsmanna með áherslu á tannheilbrigði barna (B.9) og er tannburstun barna á leikskólum m.a. ætlað að vera skref í átt að því markmiði. Nefndin áréttar að tannvernd er mikilvægur þáttur í heilsu og líðan barna og eðlilegt að leggja áherslu á hana í umönnun og uppeldi hvers barns. Nefndin bendir þó á að leikskóli er viðbót við uppeldi og umönnun heimila og ekki ætlað að koma í staðinn fyrir hana. Foreldrar hafa uppeldisskyldum að gegna gagnvart börnum sínum og þær ber að virða. Brýnt er að tryggja að foreldrar og börn geri sér grein fyrir mikilvægi tannverndar og ábyrgð á henni sé ekki vísað til leikskóla. Þá hefur nefndinni verið bent á að tannburstun var framkvæmd fyrir áratugum á dagheimilum en þá hafi aðstæður verið aðrar og m.a. verið færri börn á hvern starfsmann og meira rými á hvert barn. Tannburstuninni hafi þó verið hætt, m.a. af heilbrigðisástæðum, þ.e. smithættu. Telur nefndin eðlilegt að mikilvægi tannburstunar barna verði gert hærra undir höfði en leggur til með vísan til framangreinds að í stað þess að burstunin fari fram á leikskólum fari fram fræðsla á leikskólum fyrir börn og foreldra um tannhirðu.

Málþing í samstarfi við Rannung.==========

1. febrúar tóku RannUng og sameiginleg skólamálanefnd FL og FSL sig saman um málþing um leikskólakennara á tímamótum. Sjá hér

1px