Þekkir þú vinnutíma þinn þá daga sem ekki er kennt, t.d. á foreldradögum? Byggt á grein 2.1.6.6 í kjarasamningi Á starfsdögunum fimm á starfstíma sk

moli

Þekkir þú vinnutíma þinn þá daga sem ekki er kennt, t.d. á foreldradögum?

Byggt á grein 2.1.6.6 í kjarasamningi

Á starfsdögunum fimm á starfstíma skóla er allur vinnutími kennara innan ramma vinnuskýrslu til ráðstöfunar.
Þ.e. kennslustundirnar þann daginn + undirbúningstíminn og
viðverutímarnir 9.14/11.14/14.14

Dagarnir átta fyrir og eftir starfstíma skóla.
Þá er vinnuskyldan 8 klst á dag m.v. fullt starf.

Á þemadögum, foreldradögum og öðrum nemendadögum þar sem ekki er kennt skv. stundaskrá t.d. jólaskemmtunum, gildir vinnuramminn.

***

Mentor/ foreldraviðtöl

Að skipuleggja foreldraviðtalstíma getur verið tímafrekt, sérstaklega þegar um systkini er að ræða. Umsjónakennara þurfa að samræma tímasetningar til þess að foreldrar geti mætt hjá öllum.
Margir skólar nýta sér Mentor til að halda utan um upplýsingar sem tengist nemendum og námi þeirra t.d. viðveruskráningar, heimavinnu og fleira.
Í Mentorkerfinu er möguleiki á að setja inn foreldraviðtalstíma.
Það sem kennarar þurfa að gera er að útbúa tímaplan fyrir viðtölin og síðan bóka foreldrar sinn tíma sjálfir. Kennarar losna þá við að eltast við hvern annan og foreldrar sjá sjálfir um að samræma viðtalstímana sína.

Ferlið: fara inn í samskiptatorg, velja skóladagatal, velja dagsetningu, klikka á stjörnuna, velja hóp, skrá viðtalstíma og vista. Endurtaka.

***
1px