19 mars 2014 Hóptímar og laugardagstónleikar Hóptímar verða næsta laugardag og laugardagstónleikarnir verða líka á sínum stað kl. 11.30 í Sal Fóstbr

fretta bordi frumrit

19 mars 2014

Hóptímar og laugardagstónleikar

Hóptímar verða næsta laugardag og laugardagstónleikarnir verða líka á sínum stað kl. 11.30 í Sal Fóstbræðra. Okkur þætti vænt um ef foreldrar og nemendur væru duglegri að mæta til að hlusta!

Nemendur í fiðluhóp 4 og 5 eru allir beðnir að mæta kl. 12.15 til Lilju. Hópurinn mun koma fram og leika Millionair´s Howdown og Sverðdansinn í Hörpuhorni 2. hæð milli tónleika í Nótunni sunnudaginn 23. mars, líklega milli 12:45 og 13:45. Við höfum ekki fengið staðfestan tíma ennþá, en látum vita um leið og hann liggur fyrir. Vonandi geta allir verið með, en ef einhverjir geta það alls ekki er mjög mikilvægt að þeir láti Lilju vita á netfangið lilja@allegro.is

Masterklass með Auði Hafsteinsdóttur

Masterklass þar sem nokkrir af lengst komnu fiðlunemendum skólans koma fram og njóta leiðsagnar Auðar verður kl. 14.00 á laugardaginn í Sal Allegro. Að sjálfsögðu eru öllum velkomið að fylgjast með en við mælum sérstaklega með því fyrir lengra komna fiðlunemendur!

Tónleikar Ungfóníu

Á tónleikum Ungfóníu, sem er sinfóníuhljómsveit ungmenna, verður fluttur fiðlukonsert eftir Mendelsohn og þar er einleikari er Geirþrúður Guðjónsdóttir, sem er fyrrum nemandi í Allegro og dóttir Brynju formanns skólastjórnar og Guðjóns sem hannaði Allegro merkið okkar góða. Tónleikarnir eru í Langholtskirkju laugardaginn 22. mars og hefjast kl. 17:00.

Nótan í Hörpu

Dagskrá Nótunnar á sunnudaginn í Eldborgarsal Hörpu er sem hér segir: Kl. 11:30 eru tónleikar með atriðum úr grunn- og miðnám, þar kemur Ásta Dóra, nemandi úr Allegro fram.
Kl. 14:00 eru tónleikar með atriðum í opnum flokki og framhaldsnámi og kl. 16:30 er lokaathöfn með afhendingu viðurkenninga og flutningi þeirra tíu atriða sem hljóta Nótuna 2014. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

1px