Afmælistónleikar og hóptímar á laugardaginn Við minnum á að hóptímar eru næsta laugardag 14. september í Allegro og Sal Fóstbræðra. Athugið að smávæg

fretta bordi frumrit
Allegro flutn 3m

Afmælistónleikar og hóptímar á laugardaginn

Við minnum á að hóptímar eru næsta laugardag 14. september í Allegro og Sal Fóstbræðra. Athugið að smávægilegar breytingar kunna að hafa verið gerðar síðan þið kíktuð síðast á dagskrána og hópana, svo öruggast er að skoða aftur! Minnum á að mæta stundvíslega!

Kl. 11.15 ætlum við að hafa afmæliskaffi í tilefni 15 ára afmælis Allegro. Stjórn foreldrafélagsins sér um kaffi og safa og skólinn býður gestum upp á afmæliskringlu!

Síðan um kl. 11.30 verða laugardagstónleikar í Sal Fóstbræðra þar sem fram koma fáeinir núverandi nemendur og nokkrir af þeim fjölmörgu nemendum sem farið hafa úr Allegro og haldið áfram tónlistarnámi.

Efnisskráin verður fjölbreytt og hvetjum við alla til að staldra við eftir hóptímana og hina sem eru í hóptímum eftir kaffi að koma tímanlega til að fá sér hressingu og njóta tónleikanna.

Allegro flutn 2m

Þakkir

Nú má segja að við séum búin að koma okkur nokkuð vel fyrir - þó enn sé ýmislegt ófrágengið. Við viljum þakka sérstaklega þeim foreldrum og hollvinum sem komu til að hjálpa okkur við flutningana, Guðjóni föður Erlu Hafrúnar, Finni föður Ástu Dóru, Birni föður Hafrúnar Birnu, Andreu móður Ásgeirs Vals, Steinunni móður Þórunnar, Þórði syni Dísu, Brynju formanni og Guðjóni manni hennar. Yngstu hjálparhellurnar voru Þórunn og Katrín Inga og síðast en ekki síst fá kennarar bestu þakkir, Olla sem sá um að pakka öllu úr eldhúsinu og Arinbjörn hollvinur sem teiknaði upp húsnæðið og kom hugmyndinni af stað! Takk fyrir blómið Fannar Freyr og fjölskylda!

Ný barnahúsgögn

Nýju barnahúsgögnin sem þið sjáið á ganginum hjá okkur eru gjöf frá Jenny (móður Viktors og Brynju) og hennar fjölskyldu í Barnasmiðjunni. Hafið hjartans þökk fyrir!

Frístundakort

Foreldrar barna úr Reykjavík, vinsamlegast athugið að ef þið hafið ekki nýtt frístundastyrk þessa árs, eru síðustu forvöð að sækja um núna, eða í síðasta lagi fyrir 20. september. Búið er að opna fyrir umsóknir í Rafrænni Reykjavík.

Ískápur?

Eldhúsið er að verða tilbúið en okkur vantar lítinn ískáp! Ekki vill svo til að einhver lumi á ískáp sem hann er ekki að nota og við gætum fengið gefins eða fyrir lítið?

Bestu kveðjur, skólastjórnendur

1px