Fimmtudaginn 16.1. 2014 "... siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Ríkissta

FF-eplamynd

Fimmtudaginn 16.1. 2014

"... siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest." segir Atli Harðarson í nýjasta Vikupósti FF

***
Aðalheiður vefmynd

Aðalheiður gefur kost á sér til varaformanns KÍ

Aðalheiður Steingrímsdóttir hefur gefið kost á sér til varaformanns Kennarasambands Íslands. Kosið verður í embætti varaformanns í almennri kosningu félagsmanna KÍ sem lokið skal eigi síðar en 19. febrúar 2014.

***
Ísland

Staðan í samningaviðræðum

Samningaviðræður FF og FS við samninganefnd ríkisins hófust formlega með undirritun viðræðuáætlunar 22. nóvember sl. Kjarasamningar vegna félagsfólks KÍ í framhaldsskólum renna allir út 31. janúar að undanskildum kjarasamningi við Verzlunarskóla Íslands sem gildir til 31. mars. Þorri framhaldsskóla eru ríkisskólar svo samningaviðræður við ríkið eru eðlilega fyrirferðarmestar. Sex samningafundir hafa verið haldnir milli SNR og sameiginlegrar viðræðunefndar FF og FS.

Þunglega horfir um samningagerðina við ríkið en samkvæmt viðræðuáætlun stefna samningsaðilar að því að ljúka henni áður en kjarasamningurinn rennur út. 15 dagar eru nú til stefnu. Á síðasta samningafundi sem haldinn var 13. janúar lagði SNR fram tillögu um að aðilar semdu sín í milli um 2,8% launahækkun á 12 mánaða samningstíma. Á sama fundi svaraði SNR kröfum FF og FS sem legið höfðu fyrir frá 3. desember sl. Meginniðurstaða málflutnings SNR er að hafna því að leiðrétta laun félagsfólks KÍ í framhaldsskólum til samræmis við meðaltal samanburðarhópa.

Einnig kom það fram að ekki er heldur vilji til þess að hálfu SNR að tryggja að launaþróun félagsfólks KÍ í framhaldsskólum verði ekki lakari á samningstímanum en launaþróun samanburðahópa. Samanburður á launaþróun KÍ/framhaldsskóla og annarra hópa launamanna á árabilinu 2006 til 2013 hefur sýnt að launaskrið (launabreytingar umfram umsamin kjör) verður ekki í framhaldsskólum í sama mæli og á flestum öðrum vinnustöðum. Ef almennt verður samið á íslenskum vinnumarkaði til 12 mánaða um 2,8% launahækkun má fullyrða í ljósi reynslunnar að launabilið milli félagsmanna KÍ í framhaldsskólum og samanburðarhópanna myndi aukast. Reynslan sýnir að þörf er á sértækum leiðum fyrir framhaldsskólann ef svo á ekki að fara.

***
FF med nafni

Fundur með formönnum félagsdeilda og trúnaðarmönnum í framhaldsskólum

Föstudaginn 24. janúar koma formenn félagsdeilda Félags framhaldsskólakennara í öllum framhaldsskólum landsins saman til fundar á Grand Hóteli í Reykjavík. Fundarefnið er staðan í kjaramálum og samningaviðræður um endurnýjun kjarasamnings. Kjarasamningurinn rennur út 31. janúar og hafa samningafundir með samninganefnd ríkisins staðið yfir frá því í byrjun desember. FF og FS standa saman að viðræðum við SNR og lögðu samningahugmyndir sínar fyrir ríkið strax í upphafi. Þær má sjá hér. Fátt hefur orðið um svör hjá fulltrúum ríkisins um nauðsynlega launaleiðréttingu til félagsfólks í framhaldsskólum sem telja verður grundvallaratriði í samningagerðinni að þessu sinni.

***

Kosningar til stjórnar FF 22.-31. janúar

Kosningin til formanns og stjórnar FF fer fram dagana 22. til 31. janúar næstkomandi og verður skrifleg.

Þrír gefa kost á sér til formanns og tólf bjóða sig fram í sæti fjögurra meðstjórnenda og þriggja varamanna í stjórn. Kynning á frambjóðendum til formanns og meðstjórnenda FF fyrir stjórnarkjör 2014 hefur verið send félagsmönnum í tölvupósti og hægt er að skoða hana hér.

Í dag birtust einnig myndbandsviðtöl við frambjóðendur til formanns FF á heimasíðu KÍ og FF. Frambjóðendur til formanns eru Guðríður Arnardóttir, Gylfi Þorkelsson og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson. Þau má nálgast hér.
Félagsmenn FF eru hvattir til að kynna sér ritið, horfa á viðtölin og að sjálfsögðu að nýta kosningarrétt sinn. Trúnaðarmenn í hverjum skóla sjá um kosningarnar.
Félagsmenn FF sem eru atvinnulausir, eru í leyfi eða hafa einstaklingsaðild fá atkvæðaseðla sína senda heim.

Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara 2014 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík 20. - 21. mars næstkomandi.

formennskandídatar
***

Leiðrétting við kynningabækling

Þau leiðu mistök urðu í kynningabæklingi vegna stjórnarkjörs að rangt var farið með fæðingarár Kjartans Þórs Ragnarssonar. Hið rétta er að hann er fæddur árið 1980. Einnig var farið rangt með nafn kennarafélags Kvennaskólans. Hið rétta er að félagið heitir Kennarafélagið Krákan. Viðkomandi eru beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum.

***
sænski fáninn

Skólaskyldan lengist í Svíþjóð

Sænska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp til laga um að lengja skyldunám um eitt ár, bæta við sumarskóla sem skyldu og framengingu skólaskyldu þeirra sem ekki ná tilskyldum árangri í grunnskóla.

UM þetta má t.d. lesa hér og hér.

***

Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara

Umsóknarfrestur vegna sumarnámskeiða árið 2014 er til og með 31. janúar 2014. Umsóknarfrestir um aðra styrki ársins 2014 verða auglýstir á heimasíðu Rannís í byrjun febrúar. Athygli er vakin á að hér eftir verður eingöngu hægt að skila inn umsóknum í rafrænu formi.

Frá árinu 2013 hafa faggreinafélög framhaldsskólakennara þurft að sækja um styrki í samráði við bókhaldsskyldar fræðslustofnanir; svo sem háskóla, fræðslumiðstöðvar og símenntunarstofnanir. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

***
Aðalfundur
facebook
1px