Fagmennska, samstaða, lausnaleit Nýtt útlit Útlit félags og fréttabréfa frá nokkrum aðildarfélögum KÍ hefur verið samræmt. KÍ hefur um skeið gefið ú

FSL Haus

Fagmennska, samstaða, lausnaleit

Nýtt útlit

Útlit félags og fréttabréfa frá nokkrum aðildarfélögum KÍ hefur verið samræmt. KÍ hefur um skeið gefið út rafrænt fréttabréf undir nafninu Eplið og félagsbréf FSL verður nú með því sniði.

Orðsporið

Minnt er á Orðsporið sem verður veitt á Degi leikskólans. Félagsmenn FL og FSL tilnefna hvern þann einstakling, stofnun eða rekstraraðila sem þið teljið hafa vakið jákvæða athygli á leikskólastarfi með orðum sínum og/eða gjörðum.

***

„Segðu mér að sunnan því ég kem að norðan“

Sameiginlegur fundur stjórna, skólamálanefndar og kynningarnefndar FL og FSL var haldinn þann 6.desember. Næsti fundur stjórnar FSL verður 11. janúar og Samráðsnefndin kemur saman í lok janúar. „Segðu mér að sunnan því ég kem að norðan“ er þema janúarfunda sem þýðir að fluttar eru fréttir af svæðum og bornar saman bækur um stöðu mála. Þið eruð hvött til þess að hafa samband við aðalmann ykkar svæðis ef þið viljið koma einhverju á framfæri.

***

Evrópusamstarf

Formaður FSL sat aðalfund ETUCE, Evrópudeildar Alþjóðasamtaka kennara EI, í Budapest nú í lok nóvember ásamt formönnum KÍ og SÍ og varaformanni KÍ. Þar var samþykkt stefna um skólastjórnun fyrir samtökin. ETUCE gegnir veigamiklu hlutverki í að þróa gæði náms í skólum jafnframt því að tryggja jafnrétti allra nemenda til náms í almennum skólum.

Skólastjórnendur skapa aðstæður til árangurríkrar kennslu og náms í skólum sínum með því að veita nauðsynlegar bjargir og styðja og hvetja kennara og nemendur.

Skólastjórnendur stuðla að og viðhalda jákvæðu námsumhverfi og skólamenningu með jafnræði, umburðarlyndi og samvinnu að leiðarljósi sem leiðir til árangurs og hagsbóta fyrir allt skólasamfélagið.

Stefnunni er skipt í sjö kafla þar sem fram koma markmið, leiðir og tillögur fyrir stéttarfélög til að vinna frekar með:

Ákveðið hefur verið að þýða stefnu ETUCE á íslensku til að efla frekari samræður meðal skólastjórnenda um faglega starfsþróun og leiðtogafærni.

***

Áramótaheit félagsmanns FSL

Að vera virkur og vakandi fyrir félags, kjara og skólamálum og vera duglegur að hafa samband við skrifstofu með tölvupósti og í síma.

Gleðilegt nýtt ár kæru félagsmenn Félags stjórnenda leikskóla.
Megi fagmennska, samstaða og lausnaleit vera okkar leiðarljós í átt að bættum kjörum og eflingu leikskólastigsins.
Við hlökkum til þess að takast á við verkefni ársins 2013 með ykkur.
Fyrir hönd stjórnar FSL
Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður,

1px