Fréttabréf SÍ, 9 tbl. 20. ágúst 2013 Heilir og sælir ágætu félagsmenn, velkomnir til starfa að loknu sumarleyfi. Myndin hér til hliðar er af Heklu í

SI Haus

Fréttabréf SÍ, 9 tbl. 20. ágúst 2013

***

Heilir og sælir ágætu félagsmenn, velkomnir til starfa að loknu sumarleyfi. Myndin hér til hliðar er af Heklu í ágústsólinni. Enn á ný er hafið nýtt skólaár með mörgum áhugaverðum verkefnum og tækifærum til skólaþróunar. Fríið er að baki og flestir búnir að hlaða "batteríin" og komnir til starfa og tilbúnir að taka upp þráðinn á ný. Í því sambandi er mikilvægt að skipuleggja starfsdaginn og ætla sér tíma til starfsþróunar og hvíldar. Hér er áhugaverð grein af Lederweb.dk um hvernig við getum endurskipulagt starfsdaginn.

Starfsemi SÍ hófst með stjórnarfundi og formannafundi í byrjun ágúst þar sem farið var yfir starf vetrarins. Framundan er annasamur vetur með kjaraviðræðum, eflingu starfsþróunar skólastjórnenda, námstefnu og aðalfundi.

***

Skóli framtíðarinnar - námstefna 11. október 2013

1219160742DrLGK7[1]

Námstefna Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda leikskóla verður haldin föstudaginn 11. október kl. 9:30-17 á Hótel Hilton Nordica . Heiti og meginþema námstefnunar er Skóli framtíðarinnar

Mikilvægt er fyrir skólastjórnendur á leik- og grunnskólastigi að huga að framtíðinni og vera tilbúnir til að takast á við auknar kröfur og örar breytingar innan skólanna og í starfsumhverfi þeirra. Til að nýta þessar breytingar í þágu skólastarfs þurfa skólastjórnendur í leik- og grunnskóla að þekkja þær og hafa getu til að bregðast við þeim. Skólastjórafélag Íslands og Félags stjórnenda í leikskóla efna til sameiginlegrar námstefnu þar sem tveir erlendir fyrirlesarar Frank Grawford og Ollie Bray munu fjalla um hvað skólastjórnendur þurfa að hafa í huga við stjórnun skóla og skólaþróun til að fylgja þróun tækni og samskipta. Eftir hvort erindi verður gefinn tími til samræðna, þar gefst skólastjórnendum í leik- og grunnskóla tækifæri til að ræða saman hvar við erum stödd og hvert við viljum stefna jafnframt því að beina fyrirspurnum til fyrirlesara.

Við lok námstefnu kl. 15-17 verður boðið upp á kynningar í sýningarbásum á áhugaverðum og framsæknum verkefnum á vef- og samskiptamiðlum á leik- og grunnskólastigi. Hér er hægt að finna dagskrá námstefnu og skráningu sem fer fram í gegnum mínar síður.

***

Árshátíð Skólastjórafélags Íslands 11. október

Að venju höldum við árshátíð Skólastjórafélags Íslands að kvöldi námstefnudags og hvetjum alla til að mæta og njóta samverunnar saman.

Árshátíðin verður haldin á Hótel Hilton Nordica og hefst kl. 19:30.
Félag skólastjórnenda í Reykjavík sér um að halda upp i fjörinu.
Verð 8500, hægt að skrá sig og kaupa miða á Mínum síðum.

***

Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands 12. október 2013

Aðalfundur SÍ verður haldinn í Laugalækjarskóla kl. 10-13.

Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf verða erindi um kjaramál, starfsþróun og/eða skólamál, nánar tilkynnt síðar. Undirbúningur er hafin og uppstillinganefnd hefur verið kölluð til starfa.

Þar sem um er að ræða aðalfund er rétt að ítreka að samkvæmt 19. gr. laga félagsins þurfa tillögur að lagabreytingum að hafa borist stjórn 6 vikum fyrir aðalfund.

***

Starfsþróun skólastjórnenda - námskeið

k12399400

Vekjum athygli á tilboðum um starfsþróun fyrir skólastjórnendur skólaárið 2013-14. Í boði eru fjölbreytt og mjög áhugaverð námskeiðstilboð, sjá hér

Hægt er að sækja um styrki í endurmenntunarsjóði félaganna, sjá hér.

***

Kjaramál

9244979-an-image-of-a-puzzle-solving-team-people

Á fundi stjórnar SÍ í vor voru sett niður markmið og leiðir í kjarasamningum til 10 ára, 2014-1024. Markmiðin byggjast á víðtækri samvinnu og samráði við félagsmenn sem hófst á ársfundi í október 2012. Markmiðunum hefur verið þrepaskipt og þau kostnaðargreind. Samninganefnd og kjararáð munu fjalla um og ganga endanlega frá markmiðum á fundi í september. Markmiðin eru eftirfarandi;

• Laun skólastjórnenda verði sambærileg launum sérfræðinga og stjórnenda hjá ríki og á almennum vinnumarkaði. Skólastjórnendur innan KÍ (SÍ, FSL og FT) hafi sömu launatöflu.
• Jafna á launamun á milli skólastjórnenda miðað við skólagerðir. Þrepum í launatöflu verði fækkað (Nú eru 11 þrep og 64% munur á milli efsta og neðsta þreps.)
• Launaröðun skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra byggist á stjórnunarumfangi vegna annarra starfa s.s. starfsmannafjölda, samreksturs, sameininga, sérdeilda, frístundar, skólaakstur ofl. Stjórnunarumfang hvers skóla sé metið reglulega og reiknilíkan útbúið.
• Fastlaunasamningur taki yfir öll störf stjórnenda í skólum.
• Skólastjórar hafi enga kennsluskyldu. Kennsluskylda aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra miðist við stærð skóla og stjórnunarumfang skv. ákveðnu reiknilíkani.

• Samrekstur/sameining. Starfsheiti skólastjórnenda verði þau sömu og sambærileg á milli skólagerða og skólastiga. Á öllum stjórnunarstöðum verði fagmenn í stjórnunarstöðum. Aðstoðarskólastjórum eða deildarstjórum/staðgenglum verði fjölgað t.d. einn Í hverri skólagerð/skólastigi.
• Allt framhaldsnám sem tengist námi verði metið sem og kennsla og stjórnun. Launakerfi miðist við nýtt 5 ára kennaranám og 2 ára stjórnunarnám til viðbótar út frá prófgráðum. Hvert meistaranám gefi 2 launaflokka
• Starfsreynsla metin efti 5,10,15 og 20 ár í stjórnun.
• Fleiri námsleyfi verði veitt til stjórnenda úr Námsleyfasjóði Sambandsins (allt að 10-20). Verkefna og námstyrkjasjóður stjórnenda innan KÍ nýttur til annarrar starfsþróunar en námsleyfa. Skoða möguleika á námsleyfum í styttri tíma

Samstarf SÍ og FSL í kjaraviðræðum
Unnið er að því að samræma kjarasamninga SÍ og FSL. Samninganefndir SÍ, FSL og SNS hafa fundað tvisvar í vor og í haust er búið að bóka þrjá fundi. Meginástæða fyrir þessari vinnu er aukinn samrekstur leik- og grunnskóla og sameining skóla. Félögin hafa lagt fram hugmyndir að sameiginlegri launatöflu og reiknilíkani til að meta stjórnunarumfang skólastjórnenda.

***
Korpu 071

Ábyrgðarmaður
Svanhildur María Ólafsdóttir,
formaður Skólastjórafélags Íslands.
svanhildur@ki.is, símar 5951129/8917648

facebook
1px