Síðasti kennsludagur, mánudaginn 27. maí er að kvöldi liðinn er þetta er ritað! VIð þökkum foreldrafélaginu fyrir ánægjulega ferð í Viðey og einnig f

fretta bordi frumrit

Síðasti kennsludagur, mánudaginn 27. maí er að kvöldi liðinn er þetta er ritað!
VIð þökkum foreldrafélaginu fyrir ánægjulega ferð í Viðey og einnig foreldrum sem sendu myndir úr ferðinni og frá vínarbrauðstónleikunum í Aratungu. Nokkur atriði fylgja hér á eftir til minnis:

Píanónemendur

Píanóupprifjunarsamspil nemenda í bók 1 og 2 verður miðvikudaginn 29. maí kl. 16.00 í píanóstofunni. Píanóupprifjunarsamspil nemenda í bók 3 og 4 verður miðvikudaginn 29. maí kl. 18.00 í píanóstofunni. Spilað verður saman á 4-5 píanó.

Allir fiðlunemendur

Það verður æfing fyrir lokatónleikana í Langholtskirkju kl. 18.00, mánudaginn 3. júní.

Lokatónleikar og skólaslit

Lokatónleikarnir verða í Langholtskirkju miðvikudaginn 5. júní og hefjast kl. 17.00 stundvíslega.
Píanónemendur mæta kl. 16.00 til að æfa fyrir tónleikana. Mæting fyrir strengi kl. 16.30 til að stilla.
Nemendur fá afhentar umsagnir eftir veturinn. Mætum í betri fötunum!

Tilkynning sem við vorum beðin fyrir: Strengir fyrir fullorðna!

Laugardaginn 1. júní og sunnudaginn 2. júní n.k. er boðið upp á tónlistarnámskeið fyrir fullorðna á strengjahljóðfæri (ekki kontrabassa). Inntökuskilyrði eru engin nema áhugi á viðfangsefninu. Námskeiðið fer fram í Gunnarshúsi, húsi rithöfundasambandsins að Dyngjuvegi 8.

Námskeiðið verður milli kl. 9-13 á laugardegi og 10-14 á sunnudegi. Um er aðræða samspil og einkatíma. Leiðbeinandi verður Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Námskeiðsgjald er 16 þúsund fyrir báða dagana. Allar nánari upplýsingar veitir Laufey Sigurðardóttir, fidley@simnet.is eða í síma 551 4338.

1px