Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Ásta Dóra píanónemandi úr Allegro kom sá og sigraði í Hörpu á sunnudaginn, hún var í flokki 10 frábærra atrið

fretta bordi frumrit

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna.

Ásta Dóra píanónemandi úr Allegro kom sá og sigraði í Hörpu á sunnudaginn, hún var í flokki 10 frábærra atriða er hlutu Nótuna, en auk þess hlaut hún hvatningarverðlaun Töfrahurðarinnar. Frábær strengjakvartett úr Tónlistarskólanum í Reykjavík hlaut farandbikar Nótunnar. Okkur finnst ekki leiðinlegt að hann er að þremur fjórðu hlutum skipaður fyrrum nemenda Allegro, þeim Stefaníu og Herdísi Mjöll á fiðlur og Hirti Páli á selló, ásamt Ástu Kristínu á víólu sem einnig er með Suzuki bakgrunn.

Nemendur úr Allegro komu einnig fram í Hörpuhorni, strengjahópur undir stjórn Lilju ásamt píanóleikurunum Hrefnu, Stellu og Anais.

Umsóknir fyrir næsta vetur

Kennarar hafa nú fengið í hendur umsóknarblöð handa ykkur fyrir næsta vetur, vinsamleagst sækið um sem fyrst, eða í síðasta lagi fyrir 15. apríl. Athugið vel að leiðrétta allar upplýsingar á blaðinu. Bendum þó á að netföng fyrir fréttabréf skólans uppfærið þið sjálf á heimasíðunni. Ef einhverjir eru óvissir eða spurningar vakna endilega hafið samband við skrifstofu, allegro@allegro.is

Óperuferð foreldrafélagsins aflýst vegna ónógrar þátttöku

Óperuferð foreldrafélagsins sem stefnt var að næstu helgi hefur því miður verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Töfraflautan og foreldraspjall - skrá þátttöku!

Þar sem óperuferðinni var aflýst, og aðeins einn mætti á aðalfund foreldrafélagsins utan stjórnar, höfum við nokkrar áhyggjur af boði okkar á sýningu á Töfraflautunni og foreldraspjall sem við auglýstum í síðasta fréttabréfi. Það er ástæðulaust að kennarar fórni frítíma sínum ef enginn mætir! Við höfum því ákveðið að biðja þá sem ætla að mæta að svara þessu bréfi og boða komu sína! Lágmarksfjöldi 10 manns! Áfram Allegro!

Vorgleði Hollvinafélags Allegro

Í samvinnu við foreldrafélag Allegro ætlar Hollvinafélagið að standa fyrir gleðskap fyrir foreldra og velunnara í salarkynnum Allegro, Langholtsvegi 109 – 111, föstudaginn 28. mars kl. 20.00. Húsið opnar 19.45

Paella að hætti Cataloniubúa frá Francois Fons matreiðslumeistara verður á boðstólum.
Boðið verður upp á heimatilbúin skemmtiatriði, happdrætti og sungið verður í hverju horni.
Vín og bjór verða til sölu á sanngjörnu verði. Athugið að taka með ykkur seðla eða mynt, þar sem enginn posi verður á staðnum. Miðinn kostar aðeins 3.500 kr. á mann og er æskilegt að greitt sé fyrirfram. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til:Finnur: 820 5304, Steinþór: 692 7608, Andrea: 864 2786. Leggja þarf inn á reikning Hollvinafélagsins: 0513 – 26 - 006246. Kennitala: 581110-0300 Senda kvittun á finnur@landslag.is

Sjáumst á vorgleðinni
Stjórn Hollvinafélags Allegro

PS: Einnig er hægt að greiða árgjald Hollvinafélagsins á sama reikning.
Árgjaldið er óbreytt, aðeins 1.200 kr. á fjölskyldu.

Æfing fyrir tónleikana með Lundúnahópnum

Eins og áður hefur komið fram verður æfing fyrir fiðluhóp 4 og 5 kl. 12.30 laugardaginn 29. mars. Það er mjög mikilvægt að allir sem verða með á tónleikunum þann 12. apríl í Millionair´s Howdown, íslensku lögunum, Sverðdansinum og Bach tvöfalda konsertinum mæti á æfinguna. Ef einhverjir geta alls ekki verið með vinsamlegast látið Lilju vita, vegna þess að nöfn þátttakenda verða prentuð í efnisskrá.
Aðrir nemendur sem vilja spila með í Seitz konsertinum eru beðnir að mæta einnig á æfinguna.

Á tónleikunum verður þetta þannig að Millionair´s Hoedown, Sverðdansinn og Bach tvöfaldi konsertinn verða leikinn saman af enska og íslenska hópnum, okkar fólk leikur íslensku lögin ein, og gestirnir verða með sín atriði. Síðast á efnisskránni verður svo "playtogether" þar sem spilaður verður Seitz konsert 1, Humoresque, Veiðimannakór, Menúett 1, Allegro, Guð gaf mér eyra, Litlu andarungarnir og tilbrigði. Allir sem spila með í þessum lögum koma utan úr sal með fiðlurnar sínar og spila með, og við vonum að sem allra flestir fiðlunemendur í skólanum mæti á tónleikana og taki þátt í þessum viðburði. Tónleikarnir hefjast kl. 18.00 laugardaginn 12. apríl í Langholtskirkju, en fiðluhópur 4 og 5 þurfa að mæta kl. 16.30. Eftir tónleikana verður pylsupartý í safnaðarheimilinum með gestunum ásamt nemendum og foreldrum Allegro. Foreldrar eru beðnir að leggja til pylsupakka, pylsubrauð og drykki og aðstoða við undirbúning. Skólinn mun útvega sósur, sinnep og þess háttar. Aðgangur á tónleikana verður ókeypis og öllum heimill, endilega takið með ykkur gesti, nóg er plássið í kirkjunni!

1px