Fréttabréf SÍ 11. tbl. 15. október 2013 Námstefna Skólastjórafélags Íslands og Félags skólastjórnenda leikskóla Námstefna SÍ og FSL var haldinn föst

SI Haus

Fréttabréf SÍ 11. tbl. 15. október 2013

IMG 0298

Námstefna Skólastjórafélags Íslands og Félags skólastjórnenda leikskóla

Námstefna SÍ og FSL var haldinn föstudaginn 11. október. Heiti og þema námstefnunnar var Skóli framtíðarinnar. 320 skólastjórnendur frá SÍ og FSL sóttu námstefnuna sem þótti takast mjög vel og voru félagsmenn almennt mjög ánægðir bæði með fyrirlesara og aðbúnað allan. Fyrirlesarar voru:

Frank Crawford sem ræddi um framtíðarsýn og forystu, dreifstjórnun og skólaþróun í leik- og grunnskólum. hér má finna glærur frá hans fyrirlestri Erindi og glærur frá Frank er gott efni til samræðna um framtíðarsýn og breytingar meðal skólastjórnenda.

Ollie Bray sem talaði um mikilvægi nýrra námsmynstra og hvernig tæknin byltir skólastarfi hér er heimasíða hans glærur koma síðar.
Viljum benda skólastjórnendum á að fyrirlestur Ollie Bray á ekki síður erindi til kennara hvað varðar nám nemenda og hverning við nýtum tækina í þágu menntunar.

Fyrirlestrar á námstefnu voru teknir upp og verða aðgengilegir síðar á vefsíðum SÍ og FSL.

Málstofa um áhugaverð og framsækin verkefni á vef- og samskiptamiðlum á grunnskólastigi var haldin í lok dagsins. Glærur frá þeim kynningum munu koma inn á vef SÍ fljótlega. Þetta voru kynningar frá Salaskóla, Álftanesskóla, Grunnskóla Grundarfjarðar og Sæmundarskóla. Allt eru þetta áhugaverð verkefni sem eiga erindi við okkur öll. Nánar kynnt síðar.

***

Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands

Aðalfundur félagsins var haldinn í Laugalækjarskóla laugardaginn 12 október. Rúmlega 70 félagsmenn sóttu fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var Oddur Jakobsson með erindi um kjaramál og stöðuna í dag. Tillaga frá uppstillinganefnd um fulltrúa í stjórn og trúnaðarstörf var samþykkt samhljóða.

Samþykkt var tillaga um að setja á stofn laganefnd SÍ sem færi í að endurskoða lög félagsins ef það verða breytingar á lögum Kennarasambandsins á þingi þess 1.-4. apríl 2014. í þeirri tillögu er einnig heimild til stjórnar um að vera með aukaaðalfund SÍ haustið 2014 um lagabreytingar ef þess gerist þörf.

Starfsnefndir aðalfundar ræddu og tóku afstöðu til framtíðarsýnar og stefnu SÍ í félags- fag- og kjaramálum. Samþykktar voru tvær ályktanir um kjaramál og tvær ályktanir um skólamál. Auk þess vísaði kjaranefnd ábendingum um samstarf SÍ og FSL og samrekstur til samninganefndar.

Fundargerð aðalfundar verður birt síðar á heimasíðu félagsins.

***

Fulltrúar í stjórn og samninganefnd SÍ auk skoðunarmanna kjörtímabilið 2013-2016

Formaður
Svanhildur María Ólafsdóttir

Stjórn
Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri
Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri
Sigurður Arnar Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri
Sigrún Sighvatsdóttir, deildarstjóri

Varastjórn
Jón Páll Haraldsson, aðstoðarskólastjóri
Friðrik Arnarson, deildarstjóri
Þórhildur Elvarsdóttir, skólastjóri

Saminganefnd
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri
Þórður Kristjánsson, skólastjóri
Sigurlaug Hrund Svavarssdóttir, aðstoðarskólastjóri

Skoðunarmenn
Anna K Guðmundsdóttir, deildarstjóri
Óskar S Einarsson, skólastjóri

***

Kjaramál - ályktanir frá aðalfundi SÍ

Ályktun um leiðréttingu launa

Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands haldinn í Laugalækjarskóla 12. október 2013 skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að leiðrétta laun skólastjórnenda í grunnskólum til samræmis við laun stjórnenda á almennum vinnumarkaði í næstu kjarasamningum. Það er ekki sæmandi metnaðarfullu skólastarfi að meðal launamunur skólastjórnenda í grunnskólum og stjórnenda almennum vinnumarkaði sé á bilinu 50-60%. Þennan mun verður að leiðrétta í markvissum skrefum.

Álykun um mikilvægi menntunar, markviss skref í kjaramálum og tryggt fjármagn til skólastarfs

Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands haldinn í Laugalækjarskóla 12. október 2013 skorar á yfirmenn menntamála að styðja áframhaldandi uppbyggingu grunnskólanáms á Íslandi með markvissum skrefum í kjaramálum kennara og skólastjórnenda og tryggri fjármögnun skólahalds.Snúa verður þeirri þróun þegar við, að laun skólastjórnenda og kennara dragist jafnt og þétt aftur úr launum sambærilegra stétta, stjórnenda og sérfræðinga á almennum markaði.

Góður skóli er í senn öruggur, aðlaðandi og metnaðarfullur vinnustaður bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Að byggja upp góðan og framsækinn grunnskóla er langtímaverkefni sem hlúa þarf vel að. Þar þurfa að fara saman háleit markmið og kjarkur til forgangsröðunar í verki. Leita þarf allra leiða til að tryggja að í skólunum starfi stöðugur hópur af vel menntuðu og metnaðarfullu starfsfólki sem getur unnið samtaka að bættum hag barna og ungmenna.

***

Skólamál - ályktanir frá aðalfundi SÍ

Ályktun um frestun á gildistöku námsmats skv. nýrri aðalnámskrá

Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands, haldinn í Laugalækjarskóla 12. október 2013 fagnar útkomu nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla og bindur vonir við að hún bæti og efli starf í grunnskólum landsins. Námskráin gefur einstökum skólum gott svigrúm til að móta eigin nálganir og áherslur og er það vel en ákeðið samræmi er nauðsynlegt. Sú breyting að leggja áherslu á hæfni nemenda er ennfremur þarft og jákvætt skref. Eigi þessar áherslubreytingar að verða skólastarfi til framdráttar er brýnt að tryggja víðtækan sameiginlegan skilning á þeim meðal skólafólks. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að kveða skýrar að orði í sumum tilfellum. Sérstaklega á það við um hvernig staðið skuli að einkunnagjöf á grunni hæfniviðmiða svo tryggt verði ásættanlegt samræmi á milli skóla, einkum undir lok grunnskóla. Verði það ekki gert er einsýnt að upp komi fleiri álitamál varðandi jafnræði milli nemenda en nú er.

Því skorar fundurinn á menntamálaráðherra að taka þegar í stað ákvörðun um að fresta um eitt ár gildistöku þeirra ákvæða Aðalnámskrár grunnskóla sem kveða á um nýtt námsmatskerfi og matsviðmið við lok grunnskóla. Jafnframt skorar fundurinn á ráðherra að láta hefja vinnu við endurskoðun þessara þátta með það að markmiði að skilgreina með miklu skýrari hætti en nú liggur fyrir muninn á þeirri hæfni sem krafist er fyrir matsviðmiðin þrjú, A, B og C .
Skólastjórafélag Íslands óskar eindregið eftir að fá að koma að þeirri vinnu.

Ályktun um ytra mat og mikilvægi þess fyrir skólaþróun

Lög um grunnskóla 2008/91. 37. og 38 grein kveða á um ytra mat menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga. Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands haldinn í Laugalækjarskóla 12. október 2013 hvetur sveitarstjórnir og menntamálayfirvöld til að standa faglega að ytra mati á skólastofnunum.Tryggja þarf að ytra og innra mat á skólum hafi það að leiðarljósi að vera fagfólki í skólum til leiðsagnar og umbóta eins og grunnskólalög hveða á um. Dæmin sýna að niðurstöður ytra mats eru vandmeðfarnar og tilgangur þeirra getur snúist upp í andhverfu sína.

Fundurinn hvetur mennta- og menningarmálaráðuneytið til að tryggja fjárveitingar til matsstarfa og að þau matsstörf séu unnin af fagfólki í samvinnu við starfsfólk skólanna. Þannig ná lögin tilgangi sínum.

***
Korpu 071

Ábyrgðarmaður
Svanhildur María Ólafsdóttir,
formaður Skólastjórafélags Íslands.
svanhildur@ki.is, símar 5951129/8917648

facebook
1px