3 tbl. 15. febrúar 2013 Heilir og sælir ágætu félagsmenn, í þessu fréttabréfi vek ég athygli ykkar á tveimur greinum eftir félaga okkar um bækur sem

SI Haus

3 tbl. 15. febrúar 2013

3 febrúar 2013 011

Heilir og sælir ágætu félagsmenn, í þessu fréttabréfi vek ég athygli ykkar á tveimur greinum eftir félaga okkar um bækur sem fjalla um skólamál og einni meistararitgerð sem fjallar um faglega ráðgjöf stjórnenda.

Einnig vil ég benda ykkur á vef Félags skólastjórnenda í Reykjavík en þau hafa sett upp tengil á heimasíðu sinni um innleiðingu aðalnámskrár. Sjá hér Þeir sem vilja deila hugmyndum um innleiðingu aðalnámskrár geta sent þær á netfangið: Jon.Pall.Haraldsson@reykjavik.is

Veftímaritið Krítin heldur áfram með áhugaverðar greinar um skólamál sem þið ættuð endilega að skoða, sjá frekar hér.

Einn félaga okkar sendi mér fyrirspurn hvað varðar áhugaverðar ráðstefnur og /eða sýningar um skólamál á Norðurlöndunum, Evrópu eða USA. Áhugavert væri að fá skeyti frá ykkur sem hafið upplýsingar um slíkar ráðstefnur. Ekki þarf að senda upplýsingar um Bett, Birmingham, ESHA eða ASCD sem heldur ráðtefnur í USA sjá hér.

Ég vil þakka ykkur fyrir góða þátttöku í könnuninni um starfsþróun skólastjórnenda. Þátttakendur voru 636 og þar af 291 stjórnandi grunnskóla. Niðurstöður verða teknar saman og birtar hér í mars.

Með kveðju
Svanhildur

***

Matsdeild um ytra mat í Námsmatsstofnun.

k12072373

Umsjón og framkvæmd ytra mats á leik-, og grunnskólum var flutt 1. janúar 2013 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Námsmatsstofnunar. Deildarstjóri er Þóra Björk Jónsdóttir. Nú þegar hefur farið fram töluverð vinna í samstarfi ráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðmið og staðla vegna ytra mats á grunnskólum. Þetta ytra mat hefur verið prufukeyrt í sex grunnskólum.
Skólastjórafélag Íslands á áheyrnarfulltrúa í verkefnistjórn en þróunarverkefnið er hugsað til tveggja ára. Væntanlega fylgir ytra mat á leik- og framhaldsskólum svo í kjölfarið. Á þessu ári er áætlað að meta átta grunnskóla, þrjá á vorönn og fimm á haustönn.

***

Leiðtogar, eru ljón á veginum?

Velferð starfsmanna er eins og alfa og omega og sem leiðtogar vitum við að það eru skýr tengsl á milli vellíðunar, geðheilsu, samskipta og skuldbindinga. Hversu mikla athygli veitum við eigin velferð og starfsánægju? Leiðtogar þurfa að hafa í huga að eigin velferð og starfsánægja skipta máli í skipulagi og þróun stofnunar. Hér má lesa um fjóra þætti sem skipta máli fyrir leiðtoga til að eflast í starfi og njóta þess jafnframt. Sjá frekar hér.

***

Hvað ert þú að vilja upp á dekk?

k9076718

Meistaraverkefni Ástu Bjarneyjar Elíasdóttur, skólastjóra Húsaskóla, 2011. Verkefnið var unnið á árunum 2009-2011 og fjallar um faglega ráðgjöf stjórnenda til kennara. Viðfangsefnið var að skoða hvaðan kennarar fá faglega ráðgjöf, um hvað hún fjallar og hvaða hindranir væru hugsanlega í vegi fyrir henni. Sjá frekar hér

***

Hvers vegna eru góðir skólar ekki á hverju strái?

k12399400

Áhugaverð grein eftir Guðlaugu Sturlaugsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness, um bók Larry Cuban, Why is it so hard to get good schools.
Larry Cuban segir í bók sinni að hann hafi lengi velt fyrir sér kennaramenningu, námskrá og stjórnun skóla auk tengslunum á milli stefnumörkunar í menntun við starfið í kennslustofunni. Í bókinni veltir hann því fyrir sér hvernig við getum gert fleiri góða skóla fyrir öll börn óháð stétt, stöðu eða litarhætti. Sjá frekar hér

***

Allir eins, það sama aftur og aftur.

Áhugaverð grein eftir Eygló Friðriksdóttur, skólastjóra Sæmundarskóla, um bók Frederik M. Hess, The same over and over .Í bókinni kemur fram hörð gagnrýni á miðstýringu skólanna og kröfuna um að allir eigi að vera eins og gera eins. Sjá frekar hér

***

Á döfinni

Vinnufundur stjórnar, skólamálanefndar, samninganefndar og kjararáðs verður haldinn 28. febrúar og 1. mars í Fróða, fundarsal KÍ að Heiðabyggð, Flúðum. Meginefni fundarins eru kjaramál og vinna við kröfugerð SÍ í samræmi við vinnugögn frá ársfundinum í haust.

***
Korpu 071

Ábyrgðarmaður
Svanhildur María Ólafsdóttir,
formaður Skólastjórafélags Íslands.
Svanhildur@ki.is, símar 5951129/8917648

facebook
1px