6 tbl. 22 apríl 2013 Heilir og sælir ágætu félagsmenn, nú líður að kosningum og menntamálin hafa því miður ekki fengið mikla umræðu. Formenn aðildarf

SI Haus

6 tbl. 22 apríl 2013

Heilir og sælir ágætu félagsmenn, nú líður að kosningum og menntamálin hafa því miður ekki fengið mikla umræðu. Formenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa fundað með forsvarsmönnum helstu framboða. Vakin hefur verið athygli á menntamálum með auglýsingu í dagblöðum. Þá hafa öllum framboðum verið sendar spurningar og óskað eftir svörum sem birt eru á heimasiðu, sjá hér

Í mars 2013 var lögð fyrir könnun um starfsaðstæður trúnaðarmanna FL, FG, FF og FT hér má sjá niðurstöður hennar.

með kveðju
Svanhildur

***

Fréttir frá SKÓR - Félagi skólastjórnenda á Reykjanesi

Nú þegar styttist hratt í aðalfund SKÓR er gott að líta yfir starfsárið og rifja upp það sem við höfum gert.
Í stjórn SKÓR sátu í ár; undirrituð ásamt þeim Fanneyju D. Halldórsdóttur, Lars Imsland, Arnheiði Ösp Hjálmarsdóttur og Halldóru Magnúsdóttur. Í fræðslunefnd voru þau Friðþjófur Helgi Karlsson, Valdimar Víðisson og Solveig Ólöf Magnúsdóttir.
Starfið hófst með almennum félagsfundum með formanni SÍ. Boðið var upp á fund bæði í Akurskóla í Reykjanesbæ og Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Fundirnir voru nokkuð vel sóttir og sköpuðust góðar umræður um hlutverk og starf SÍ og einnig ræddu fundarmenn um það helsta sem brennur á stjórnendum í starfi.
Jólafundurinn okkar var á sínum stað í nóvember og í ár var boðið upp á gleðifyrirlestur Helgu Brögu ásamt því sem félagsmenn gæddu sér á góðum mat. Þessir fundir hafa verið vinsælir undanfarin ár og eru um 50 manns að mæta sem er mjög gott.
Í febrúar héldum við svo okkar árlegu námstefnu. Í ár vorum við á Hótel Örk þar sem aðsókn á þessa námstefnu hefur aukist undanfarin ár og í fyrra varð uppselt þar sem við dvöldum á minna hóteli.
Á námstefnunni var boðið upp á fyrirlestur Herdísar Pálu Pálsdóttur sem bar heitið; Meiri orka – meiri gleði – meiri árangur. Þá kynnti Vigfús Hallgrímsson verkáætlun grunnskóla Hafnarfjarðar í innleiðingu aðalnámskrár. Kvölddagskráin var svo í höndum félagsmanna og stigu þeir á stokk með fjölbreytt atriði eins og töfrabrögð og leiki. Bjarni Harðarson af suðurlandinu kíkti líka á okkur með sögur úr sveitinni. Og auðvitað var svo sungið saman við undirspil Sigurðar Björgvinssonar skólastjóra Víðisstaðaskóla, sjá meðfylgjandi mynd.
Síðari daginn hélt svo hópurinn í skólaheimsókn í Sunnulækjarskóla á Selfossi og tóku skólastjórnendur vel á móti hópnum sem fékk góða kynningu á skólanum og starfsemi hans.
Við minnum félagsmenn á að SKÓR heldur úti heimasíðu www.skor.biz og einnig erum við með Facebook síðu sem við hvetjum alla félagsmenn að fylgjast með því þar er auðvelt að fylgjast með því sem er að gerast á facebook
Við minnum svo á aðalfund félagsins sem verður 2. maí.

Sigurbjörg Róbertsdóttir
formaður SKÓR

***

Tvöfalt hlutverk deildarstjóra. Samstarf við kennara og skólastjórnendur

stock-photo-partnership-61234468[1]

Markmið þessa meistaraverkefnis Júlíönu Hauksdóttur, deildarstjóra Hamraskóla er að athuga hvernig deildarstjórar upplifa samstarf sitt við kennara og skólastjórnendur. Fjallað er um tvöfalt hlutverk deildarstjóra sem stjórnanda og kennara, hvort þeir upplifa togstreitu milli hlutverkanna og hvernig þeim tekst að sameina þau.
Rannsóknin fór fram á vorönn 2012, sjá frekar hér

***

Fimleikahópar eða farþegar. Nemendur á gráu svæði í grunnskóla

Hér er meistaraverkefni Sigurborgar Ingu Sigurðardóttur, deildarstjóra Ölduselsskóla
frá 2009 sem fjallar um starfendarannsókn í Ölduselsskóla sem er heildstæður grunnskóli í Reykjavík. Efni rannsóknarinnar er athugun á stöðu nemenda á gráu svæði í skólanum og á því hvernig skólinn kemur til móts við þarfir þeirra. Hér er um að ræða nemendur sem eru endurtekið rétt við viðmiðunarmörk á skimunum og prófum sem lögð eru fyrir nemendur í skólanum. Ennfremur voru könnuð viðhorf kennara til þessa nemendahóps, sjá frekar hér

***

Leiðtogar í Heimabyggð - námskeið um innleiðingu aðalnámskrár

Leiðtogar í heimabyggð er samstarfsverkefni Mennta- og menningarmálaráðu-neytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda í leikskólum og hefur Menntavísindasviði HÍ verið falið að halda utan um verkefnið.
Undir þessu heiti verður boðið upp á námskeið/vinnustofur fyrir þá aðila sem ætlað er að halda utan um innleiðingu aðalnámskrár í leik- og grunnskólum. Miðað er við eitt námskeið/vinnustofu með tvo staka daga.

Fyrri dagur námskeiðsins/ vinnustofunnar verður haldinn á Ísafirði, 10. júní, Sauðárkróki, 16, maí, Húsavík 23. maí ( dagsetning óstaðfest), Eyrarbakka 21. maí ( dagsetning óstaðfest), Egilsstöðum og í Ólafsvík (staðsetning óstaðfest) auk tveggja staða á höfuðborgarsvæðinu. Alla vinnustofurnar verða á tímabilinu maí - júní 2013.

Undirbúningur verkefnisins er hafinn og skólar munu fá póst með upplýsingum um dagsetningar og hvar á að skrá sitt fólk fljótlega. Tveimur fulltrúum frá grunnskóla og leikskóla á því svæði sem vinnustofa verður haldin verður boðið að taka þátt og starfsfólki skólaskrifstofa er einnig heimilt að sitja námskeiðið. Fræðsla og fæði er þátttakendum að kostnaðarlausu.

***

Heiltæk forysta

k9076718

Námskeiðið heiltæk forysta 2020 var ætlað fræðslustjórum eða öðrum stjórnendum skólamála í sveitarfélögum og skólastjórnendum. Það var haldið á vegum Menntavísindasviðs HÍ skólaárið 2012-2013 og þátttakendur voru um 50 víðsvegar að á landinu.

Umsjónarmenn námskeiðsins og kennarar voru Anna Kristín Sigurðardóttir, Ólafur H Jóhannsson og Edda Kjartansdóttir

Markmið námskeiðsins var að auka þekkingu stórnenda á hugmyndum um heiltæka forystu (e. system leadership) þar sem lög er áhersla á samfélagslegt hlutverk stjórnandans í þróunar og umbótastarfi.

Inn á vef Krítarinnar má finna lokaverkefni á námskeiðinu, sjá frekar hér

***

Á döfinni

Námskeiðin Rétt málsmeðferð-öruggt skólastarf

29 apríl kl 13-17:30 Egilstaðaskóla fyrir Austurland
10 maí kl. 13-17:30 Hótel Natura Reykjavík, ætlað félagsmönnum á Vestfjörðum og öðrum þeim sem ekki hafa getað nýtt sér námskeiðin í vetur.
Skráning hér

Námstefna og aðalfundur SÍ, 11. og 12. október í Reykjavík
takið frá dagana, nánari upplýsingar í fréttabréfi í maí.

***
Korpu 071

Ábyrgðarmaður
Svanhildur María Ólafsdóttir,
formaður Skólastjórafélags Íslands.
Svanhildur@ki.is, símar 5951129/8917648

facebook
1px