8 tbl. 26. júní 2013 Heilir og sælir ágætu félagsmenn, starfsþróun skólastjórnenda er afar mikilvæg fyrir alla skólaþróun og umbætur í skólum. Hér á

SI Haus

8 tbl. 26. júní 2013

***
13186866-paper-cut-of-children-play-on-grass-book

Heilir og sælir ágætu félagsmenn, starfsþróun skólastjórnenda er afar mikilvæg fyrir alla skólaþróun og umbætur í skólum. Hér á landi er hún einkum í formi formlegs náms í meistaranámi og námskeiða sem einstök sveitarfélög eða fagfélög skipuleggja eftir aðstæðum hverju sinni. Sum sveitarfélög standa vel að starfsþróun sinna skólastjórnenda en önnur síður og þar skiptir eflaust stærð sveitarfélaga máli. Þá hafa svæðafélög skólastjórnenda sinnt þessum þætti með málþingum og námskeiðum.

Hér þurfum við þó að gera betur og því hefur SÍ beitt sér fyrir því að vera í samstarfi bæði við stjórnendafélögin innan KÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga um að efla og þróa starfsþróun skólastjórnenda. Það er von okkar að með þessu samstarfi geti skólastjórnendur átt kost á fjölbreyttri símenntun og með því sinnt starfsþróun sinni betur.

Næsta vetur munu Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Opni háskólinn í Reykjavík og Skólaþróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri bjóða upp á námskeið fyrir skólastjórnendur, sjá frekar hér fyrir neðan.

Einnig er fyrirhugað að vera með námskeiðsdag fyrir nýja skólastjórnendur og námskeið um starfsmannamál, nánar auglýst síðar. Við vonum að skólastjórnendur nýti sér þessi tilboð þannig að hægt sé að efla enn frekar faglega starfsþróun stjórnenda.

***

Starfsþróun skólastjórnenda - Heimasíða

k12399400

Sett hefur verið upp heimasíða um starfsþróun skólastjórnenda. Settur hefur verið hnappur inn á heimasíðu SÍ og stjórnendafélaganna.

Þessari síðu er ætlað að vera vettvangur fyrir símenntunartilboð fyrir skólastjórnendur. Nú þegar eru komin námskeiðstilboð frá Háskóla Reykjavíkur og Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Í næstu viku verður komið tilboð frá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri.

Við hvetjum skólatjórnendur til að kynna sér þessi tilboð.

***

Námstefna og aðalfundur SÍ 11. og 12. október 2013

1219160742DrLGK7[1]

Námstefna SÍ verður að þessu sinni haldin í samvinnu við Félag stjórnenda leikskóla. Námstefnan mun fjalla um Skóla framtíðarinnar og hvernig við sem skólastjórnendur þurfum að vera horfa fram á veginn og hafa sýn til framtíðar. Hvernig byggjum við upp nám og kennslu á 21. öldinni? Hvaða verkefni eru handan við hornið og hvernig vinnum við þau? Námstefna verður haldin á Hótel Hilton föstudaginn 11. október kl. 9:30-16:30. Tveir erlendir fyrirlesarar Frank Craword og Ollie Bray munu vera með erindi um stjórnandann sem leiðtoga í skóla framtíðarinnar. Nánari dagskrá verður birt í ágúst og þá opnað fyrir skráningu.

Aðalfundur verður haldin í Laugalækjarskóla, Reykjavík laugardaginn 12. október. Þar sem um er að ræða aðalfund er rétt að ítreka að samkvæmt 19. gr. laga félagsins þurfa tillögur að lagabreytingum að hafa borist stjórn 6 vikum fyrir aðalfund. Dagskrá fundarins og nánari upplýsingar verða send út í ágúst,

***

Athugasemdir KÍ við tillögur samráðsvettvangs um aukna velsæld

Kennarasambands Íslands hefur gert athugasemdir við tillögur verkefnisstjórnar samráðsvettvangs um aukna velsæld, þ.e. þann hluta sem fjallar um „Skilvirkara menntakerfi“. Tekið skal fram að athugasemdunum er beint að texta og upplýsingum hverrar glæru fyrir sig.

Minnt er á að verkefnisstjórnin setti fram tillögur að framtíðarsýn fram til 2030 og því er tækifæri til að fjalla um þær og hafa áhrif á mótun þeirra. KÍ bendir á að margt í tillögunum þurfi að skoða betur og nauðsynlegt sé að rýna í þær tölulegu upplýsingar sem vísað er í á glærunum. Það er gert hér.

Kennarasamband Íslands leggur áherslu á að umræður um menntamál eigi að snúast um innihald og gæði náms. Helsta baráttumál KÍ er að öll börn og ungmenni á Íslandi njóti gæðamenntunar.

KÍ leggur líka ríka áherslu á að nauðsynlegt sé að auka virðingu fyrir störfum kennara hér á landi og bæta kjör þeirra og starfsaðstæður. Rannsóknir, víðs vegar að, sýna svo ekki verður um villst að kennarar eru í lykilhlutverki þegar kemur að gæðum menntunar.

Stjórn Kennarasamband Íslands hefur þegar sent frá sér samþykkt um tillögur samráðsvettvangsins þann 17. maí. Sjá hér.

Hér er hægt að skoða athugasemdirnar skipt niður eftir glærum.

***

Menntavagninn - Víkurfréttir

Víkurfréttir á Suðurnesjum eru með reglulegar fréttir af skólamálum sem nefnist Menntavagninn á vef. Þessi síða er mjög áhugaverð og til fyrirmyndar, sjá frekar hér. Áhugavert væri að vita af fleiri slíkum síðum sem við getum vakið athygli á.

***

Lederwebs nyhedsbrev

Vek athygli ykkar á mjög áhugaverðum dönskum vef um leiðtogastjórnun. Þar er að finna margar faglegar og fróðlegar greinar um skólastjórnun. Þetta eru stuttar, vel læsilegar og skiljanlegar greinar sem allir ættu að geta nýtt sér. Hægt er að gerast áskrifandi (frítt) og fá vefinn sendan á hverjum föstudegi. Góð lesning sem hluti af undirbúningi fyrir næstu viku. Sjá frekar hér.

***
Korpu 071

Ábyrgðarmaður
Svanhildur María Ólafsdóttir,
formaður Skólastjórafélags Íslands.
Svanhildur@ki.is, símar 5951129/8917648

facebook
1px