Laugardagurinn næsti Mætingar næsta laugardag í Fóstbræðraheimilið Langholtsvegi 109-111 verða sem hér segir: Allir fiðlu- og víólunemendur mæta kl.

fretta bordi frumrit

Laugardagurinn næsti

Mætingar næsta laugardag í Fóstbræðraheimilið Langholtsvegi 109-111 verða sem hér segir:
Allir fiðlu- og víólunemendur mæta kl. 9.15 til að láta stilla. Síðan verður byrjað að spila og rifja upp kl. 9.30. Allir píanónemendur eiga að mæta kl. 11.00. Ef einhverjir eiga rafmagnspíanó sem hægt væri að koma með væri frábært að fá að vita af því! Því fleiri píanó því skemmtilegra!
Ungbarnahópar hjá Gyðu mæta kl. 13.00.

Athugið að í þetta sinn verður aðeins opið í salinn, ekki verður opið í húsnæðið sem verið er að gera í stand, smiðirnir þurfa vinnufrið til að geta klárað fyrir 1. sept!

Flutningar

Hins vegar ef einhverjir eru forvitnir að skoða tökum við vel á móti hjálpfúsum höndum til að aðstoða við fyrsta áfanga flutnings á morgun, fimmtudag um kl. 17.00! Þá verða fluttir stólar og borð úr geymslu á Háaleitisbraut og ýmislegt lauslegt frá Tranavoginum og yfir á Langholtsveg. Gott væri að þeir sem eru til í að mæta svari póstinum og láti vita! Þá sendi ég nánari upplýsingar! Ef allt gengur eftir áætlun verða hljóðfærin og stærri húsgögn síðan flutt á mánudag og vonandi verður þá hægt að hefja kennslu samkvæmt stundatöflu.

Hlökkum til að sjá ykkur öll á laugardaginn.

Skólastjórnendur

1px