4 tbl. 15. mars 2013 Heilir og sælir ágætu félagsmenn í þessu fréttabréfi er samantekt frá vinnufundi stjórnar, samninganefndar, kjararáðs og skólamá

SI Haus

4 tbl. 15. mars 2013

***

Heilir og sælir ágætu félagsmenn í þessu fréttabréfi er samantekt frá vinnufundi stjórnar, samninganefndar, kjararáðs og skólamálanefndar um kjaramál, markmið og leiðir í næstu kjarasamningagerð.
Vek athygli ykkar á tveimur nýjum áhugaverðum meistaraverkefnum eftir félaga okkar.
Einnig bendi ég ykkur á að Félög skólastjórnenda í Reykjavík, Reykjanesi og Norðurlandi eystra eru með heimasíður og fréttabréf sem hægt er að finna hér
með kveðju
Svanhildur

***

Kjaramál - vinnufundur

Skólastjórafélag Íslands er með bundinn kjarasamning frá 1. maí 2011-31. janúar 2014 en skv. niðurstöðu forsendunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi aðildarfélaga ASÍ, BHM, BSRB og KÍ vegna kjarasamninga aðila frá 2011 var samningstíminn færður fram um 2 mánuði.

Vinna við kröfugerð hófst s.l. haust á ársfundi félagsins 13. október 2012. Meginefni þess fundar var undirbúningur að kröfugerð fyrir næstu kjarasamninga. Þar komu fram hugmyndir, sjónarmið og ábendingar frá deildarstjórum, aðstoðarskólastjórum og skólastjórum um kröfur og hvað mætti betur fara í kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Unnið var úr þessum gögnum á vinnufundi stjórnar, samninganefndar, kjararáðs og skólamálanefndar 28. febrúar – 1. mars, sett fram drög að markmiðum til 2024 og þeim forgangsraðað. Markmiðin eru m.a. að:
-laun skólastjórnenda verði sambærileg launum sérfræðinga og stjórnenda hjá ríki og almennum vinnumarkaði,
-launaröðun byggist á fleiru en nemendafjölda, s.s. starfsmannafjölda, stjórnunarumfangi vegna annarra starfa, s.s. samreksturs, sameininga, sérdeilda, frístundar, skólaakstur o.fl.
-kennsluskylda falli niður nema í allra minnstu skólunum en þar verði hún aldrei meiri en 50%. Viðbótarstjórnun, aðstoðarskólastjóri /deildarstjórar komi inn miðað við stærð skóla og stjórnunarumfang.
-starfsheiti stjórnenda verði þau sömu og sambærileg á milli skólagerða og skólastiga. Fagmenn í öllum skólagerðum verði í stjórnunarstöðu. Aðstoðarskólastjórar eða deildarstjóri/staðgengill séu fleiri, t.d. einn í hverri skólagerð,
-allt framhaldsnám verði metið, kerfi miðað við nýtt 5 ára kennaranám og 2 ára stjórnunarnám til viðbótar út frá háskólaeiningum og prófgráðum,

-starfsreynsla verði metin skv. 5-10-15 ár í stjórnun,
-námsleyfum verði fjölgað til stjórnenda úr Námsleyfasjóði Sambandsins. Verkefna og námstyrkjasjóður stjórnenda innan KÍ nýttur til annarrar starfsþróunar en námsleyfa.

Stjórn og samninganefnd SÍ munu vinna áfram að því að forgangsraða og þrepaskipta markmiðum og leiðum. Gert er ráð fyrir að markmið og leiðir liggi fyrir í vor til kynningar og umræðu meðal félagsmanna.

Á vinnufundinum var einnig rætt um samræmingu á kjarasamningum Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda í leikskólum. Vilji var til að skoða þær hugmyndir frekar og vinna með FSL að því að samræma kjarasamninga eins og kostur væri og nauðsynlegt vegna samrekstrar skóla.

***

Innleiðing aðalnámskrár

Á heimasíðu Féskór er nú að finna stutt innlegg um innleiðngaráætlanir og ferli frá þremur skólum sem hafa hafið innleiðingu aðalnámskrár. Þetta eru Laugalækarskóli, Þelamerkurskóli og Grunnskóli Snæfellsbæjar, sjá hér.

***

Aðeins orð á blaði-meistaraverkefni

13186866-paper-cut-of-children-play-on-grass-book

Aðeins orð á blaði? Um sýn reykvískra grunnskólakennara á menntastefnuna skóli margreytileikans. Kristín Axelsdóttir, deildarstjóri Háaleitiskóla. Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, 2012. Sjá hér.

***

Svigrúm til athafna-meistaraverkefni

9244979-an-image-of-a-puzzle-solving-team-people

Svigrúm til athafna. Hvaða svigrúm hafa stjórnendur og kennarar við Brautalækjarskóla til þróunar- og umbótastarfa? Þorkell Daníel Jónsson, aðstoðarskólastjóri Selásskóla. Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, 2012. Sjá hér.

***

Aðstaða fyrir hópa á Stokkseyri

imagesCA3NV6RP

Ef ykkur vantar gistingu fyrir skólaferðalagið á Suðurlandi og/eða langar ykkur að hitta Drauga, Álfa og Tröll þá er augljósasta staðinn að finna á Stokkseyri. Þar hefur verið byggð upp góð aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum og í kringum það afþreying af ýmsu tagi. Ef þið viljið athuga þetta betur þá kíkið
www.gtyrfingsson.is eða www.veislusalur.is

***

Á döfinni

Námskeið Rétt málsmeðferð-öruggt skólastarf
18. mars Borgarnes
8. apríl Akureyri
15 apríl Egilstaðir
10. maí Reykjavík
Sjá frekar hér dagskrá og skráningu

Ársfundur Kennarasambands Íslands verður haldinn 19. apríl

***
Korpu 071

Ábyrgðarmaður
Svanhildur María Ólafsdóttir,
formaður Skólastjórafélags Íslands.
Svanhildur@ki.is, símar 5951129/8917648

facebook
1px